Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:43 Gert er ráð fyrir að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, verði sveitarstjóri í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Björn var jafnframt formaður sameiningarnefndar við undirbúning sameiningarinnar. Vísir/Egill Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira