Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58