Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 23:01 Mick Schumacher fær smjörþefinn af Formúlu 1 í næsta mánuði. Joe Portlock /Getty Images Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira