Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 20:24 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58
Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18