Aðgerðir líklega kynntar á morgun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 19:00 Fundað var í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira