„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 08:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent