Rúnar Páll: Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta Árni Jóhannsson skrifar 27. september 2020 22:14 Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira