Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 12:39 Skógræktarsvæðið á Snæfoksstöðum er mjög fallegt og hefur gengið vel að rækta tré upp á svæðinu, sem er um 720 hektarar á stærð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira