Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 14:53 Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. skjáskot/stöð 2 Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála byggir endurupptöku málsins á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Vonar að málið ýti við stjórnvöldum Magnús segir að margvísleg brot hafi verið framin á málsmeðferð fjölskyldunnar. „Kjarni málsins er sá að það var ekki framkvæmt fullnægjandi, heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Matið sem fór fram í byrjun var í algjörri mýflugumynd og það var ekkert mat á síðari stigum eftir að aðlögun hafði átt sér stað. Það er von okkar, sem komum að þessum málum, að þetta verði til þess að ýta við stjórnvöldum og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu og framkvæmi ítarlegra mat á hagsmunum barna strax í byrjun og að það verði gætt betur að ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæðum Barnalaga hvað þetta varðar.“ Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Það er von Magnúsar að mál egypsku fjölskyldunnar verði ákveðin vakning fyrir stjórnvöld og að verklagi verði breytt. Hann vonar að stjórnvöld hlúi framvegis betur að börnum á flótta sem leita hingað til lands. „Þetta er mikill sigur fyrir fjölskylduna en að sama skapi ákveðinn áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð. Það er alveg ljóst að það voru ekki stjórnmálamenn þessa lands sem leystu þetta mál. Það var kærunefnd útlendingamála sem gerði það. Stjórnmálamenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir myndu ekki stíga inn í þetta mál, eins og allir hafa nú séð.“ Fjölskyldan er strax farin að hugsa um næstu skref sín hér á Íslandi. Krakkarnir glaðir yfir því að fá að fara í skólann á ný Magnús náði að hitta fjölskylduna í gærkvöldi eftir að kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sinn. „Krakkarnir voru aðallega spenntir að fá að komast í skólann. Það var mesta gleðin. Ef þau fara ekki í dag þá geri ég ráð fyrir að þau fari strax á mánudaginn. Foreldrarnir eru strax farnir að hugsa um næstu skref. Konan er hjúkrunarfræðingur og langar að starfa hér sem hjúkrunarfræðingur. Maðurinn er tæknifræðingur og hann langar líka að finna sér starf. Þannig að það verður bara gaman að fylgjast með þessari fjölskyldu hér á Íslandi. Framtíðin er björt og hún er þeirra.“ Málið allt röð áfalla Aðspurður um líðan fjölskyldunnar eftir að hafa verið á flótta á Íslandi segir Magnús. „Þetta mál fyrir þau hefur auðvitað falið í sér röð áfalla. Það hafa vissulega verið áfangasigrar í málinu en allt að einu röð áfalla og nú síðast þegar þessi brottvísun átti að fara fram. Þau þurfa auðvitað bara að vinna úr því og eftir atvikum með viðeigandi aðstoð. Auðvitað hafa þetta verið röð áfalla en þetta endar vel en nú er bara að byggja upp bjarta og góða framtíð hér á landi. Þau hafa alla burði og allar forsendur til þess.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála byggir endurupptöku málsins á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Vonar að málið ýti við stjórnvöldum Magnús segir að margvísleg brot hafi verið framin á málsmeðferð fjölskyldunnar. „Kjarni málsins er sá að það var ekki framkvæmt fullnægjandi, heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Matið sem fór fram í byrjun var í algjörri mýflugumynd og það var ekkert mat á síðari stigum eftir að aðlögun hafði átt sér stað. Það er von okkar, sem komum að þessum málum, að þetta verði til þess að ýta við stjórnvöldum og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu og framkvæmi ítarlegra mat á hagsmunum barna strax í byrjun og að það verði gætt betur að ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæðum Barnalaga hvað þetta varðar.“ Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Það er von Magnúsar að mál egypsku fjölskyldunnar verði ákveðin vakning fyrir stjórnvöld og að verklagi verði breytt. Hann vonar að stjórnvöld hlúi framvegis betur að börnum á flótta sem leita hingað til lands. „Þetta er mikill sigur fyrir fjölskylduna en að sama skapi ákveðinn áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð. Það er alveg ljóst að það voru ekki stjórnmálamenn þessa lands sem leystu þetta mál. Það var kærunefnd útlendingamála sem gerði það. Stjórnmálamenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir myndu ekki stíga inn í þetta mál, eins og allir hafa nú séð.“ Fjölskyldan er strax farin að hugsa um næstu skref sín hér á Íslandi. Krakkarnir glaðir yfir því að fá að fara í skólann á ný Magnús náði að hitta fjölskylduna í gærkvöldi eftir að kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sinn. „Krakkarnir voru aðallega spenntir að fá að komast í skólann. Það var mesta gleðin. Ef þau fara ekki í dag þá geri ég ráð fyrir að þau fari strax á mánudaginn. Foreldrarnir eru strax farnir að hugsa um næstu skref. Konan er hjúkrunarfræðingur og langar að starfa hér sem hjúkrunarfræðingur. Maðurinn er tæknifræðingur og hann langar líka að finna sér starf. Þannig að það verður bara gaman að fylgjast með þessari fjölskyldu hér á Íslandi. Framtíðin er björt og hún er þeirra.“ Málið allt röð áfalla Aðspurður um líðan fjölskyldunnar eftir að hafa verið á flótta á Íslandi segir Magnús. „Þetta mál fyrir þau hefur auðvitað falið í sér röð áfalla. Það hafa vissulega verið áfangasigrar í málinu en allt að einu röð áfalla og nú síðast þegar þessi brottvísun átti að fara fram. Þau þurfa auðvitað bara að vinna úr því og eftir atvikum með viðeigandi aðstoð. Auðvitað hafa þetta verið röð áfalla en þetta endar vel en nú er bara að byggja upp bjarta og góða framtíð hér á landi. Þau hafa alla burði og allar forsendur til þess.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54