Menntakerfi fjölbreytileikans Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. september 2020 07:31 Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins, grunn- og framhaldsskólum. Meðal aðgerða sem ráðherra hefur lagt til er að fjölga mínútum í íslensku og náttúrugreinum. Sú breyting hefur hlotið mikla gagnrýni sem verður vonandi til þess að ráðherra taki ákvörðunina til endurskoðunar. Að fanga viðfangsefnið Mig langar hins vegar til þess að hvetja ráðherra til þess að horfa til djarfari breytinga og hvetja kennara og skólastjórnendur til þess að taka stærri skref strax til að ná fyrir þann vanda sem brottfall er meðal drengja en ekki síður til að ná til nemenda af erlendu bergi brotin. Öll þekkjum við umræðuna og ákallið um að styrkja þurfi verk- og listgreinar á öllum skólastigum. Ákall sem sífellt verður háværara án úrbóta. Það þarf að skapa skólakerfinu svigrúm til breytinga og leggja upp með ólíkar leiðir innan grunnskólanna til þess að börn og ungmenni fái tækifæri og hafi val um gott og vandað nám við hæfi. Einhverjir skólar gætu þá boðið upp á fleiri mínútur í íslensku eða raungreinum. En aðrir gætu fengið svigrúmið til að bæta við kennslu í verk- og listgreinum og auka aðgengi að tækninámi á fyrstu stigum skólakerfisins. Það skiptir nefnilega máli að sá fræjum. Svigrúm til breytinga þarf bæði að ná til námsefnis en ekki síður námsumhverfisins. Að ýta undir fjölbreytt umhverfi sem sprettur upp við ólíka hugmyndafræði. Allt of fáir reyna nýjar leiðir í námsumhverfinu sjálfu. Kennslustofa með stólum og borðum er eitthvað sem allir kannast við og svo eru einhverjar kynslóðir sem minnast heimakróksins sem var ákveðin bylting í því umhverfi sem farið var að bjóða upp á. En fleira stendur til boða og börn og ungmenni þurfa ólíka nálgun að námi og að því þarf að hlúa sérstaklega. Framtíðin er núna Menntastefna til ársins 2030 þarf að vera framsækin sem aldrei fyrr, með skýrt markmið um jafnrétti og jafnan aðgang til náms. Hún þarf að mæta örum breytingum samfélagsins þar sem tækni spilar orðið stærra hlutverk í okkar daglega lífi, hvort sem við horfum til persónulegra nota og leiða til samskipta eða þegar horft er til opinberrar þjónustu sem þokast í átt til stafrænna lausna. Í þessu umhverfi þarf að horfa til þess hvernig við nálgumst viðfangsefnið með hagsmuni allra nemenda í huga. Stafræna byltingin skapar enn betra tækifæri til þess að snúa vörn í sókn og efla áherslu á tækni, verk- og listgreinar því allt styður þetta hvert annað. Fjölbreytt menntakerfi þar sem gefið er faglegt svigrúm til þess að mæta ólíkum þörfum og áhuga barna og ungmenna og allra kynja skiptir máli þegar hugað er að breytingum til framtíðar. Breytinga sem eiga að gefa fleirum tækifæri til að öðlast færni og þekkingu i styrkleikum sínum. Þannig sköpum við samfélag sem er samkeppnishæft til lengri tíma. Það skiptir máli. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun