Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 18:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57