Körfuboltaofvitinn í Denver Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2020 13:01 Nikola Jokic skýtur yfir Ivica Zubac. getty/Michael Reaves Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World. NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World.
Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira