Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 14:07 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira