Segir umræðuna um fjölbreytni í leikhúsum þarfa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 11:50 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hari Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“ Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“
Leikhús Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira