Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2020 21:30 Kjartan Henry í baráttunni með Vejle á síðustu leiktíð. vísir/getty Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. Lið hans, Vejle, eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni en Kjartan skoraði 17 mörk er liðið vann dönsku B-deildina á síðustu leiktíð. Vejle var 3-0 undir gegn AGF í fyrsta leik tímabilsins er Kjartan Henry kom inn af bekknum í kvöld. Þó hann hafi ekki verið á skotskónum þá skoraði Vejle tvívegis eftir að Kjartan kom inn af bekknum á 69. mínútu. Kjartan og félagar minnkuðu muninn í 3-2 en AGF bætti fjórða markinu við undir lok leiks, lokatölur 4-2. Eftir leik mætti Kjartan í viðtal við dönsku sjónvarpsstöðuna TV3 og þar gaf hann í skyn að hann væri ekki sáttur með bekkjarsetuna. „Já það kom mér á óvart,“ sagði Kjartan aðspurður hvort honum hefði verið brugðið yfir því að hefja leik á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði framherjinn að lokum. Raphael Dwamena, einn af nýju leikmönnum Vejle, hóf leikinn en skoraði ekki fyrr en Kjartan Henry kom inn á. Mögulega byrja þeir saman næsta leik. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. Lið hans, Vejle, eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni en Kjartan skoraði 17 mörk er liðið vann dönsku B-deildina á síðustu leiktíð. Vejle var 3-0 undir gegn AGF í fyrsta leik tímabilsins er Kjartan Henry kom inn af bekknum í kvöld. Þó hann hafi ekki verið á skotskónum þá skoraði Vejle tvívegis eftir að Kjartan kom inn af bekknum á 69. mínútu. Kjartan og félagar minnkuðu muninn í 3-2 en AGF bætti fjórða markinu við undir lok leiks, lokatölur 4-2. Eftir leik mætti Kjartan í viðtal við dönsku sjónvarpsstöðuna TV3 og þar gaf hann í skyn að hann væri ekki sáttur með bekkjarsetuna. „Já það kom mér á óvart,“ sagði Kjartan aðspurður hvort honum hefði verið brugðið yfir því að hefja leik á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði framherjinn að lokum. Raphael Dwamena, einn af nýju leikmönnum Vejle, hóf leikinn en skoraði ekki fyrr en Kjartan Henry kom inn á. Mögulega byrja þeir saman næsta leik.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira