Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 18:30 Hér má sjá fjölskylduna áður en hún var færð í Covid-próf í dag. Vísir/Baldur Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. Þessi sex manna egypska fjölskylda hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn hafði tekið þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Óttast foreldrarnir að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Verður þeim að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sótti fjölskylduna á Ásbrú og flutti hana til Reykjavíkur þar sem hún var skimuð fyrir Covid. Er það liður í undirbúningi fyrir brottför. Forsætisráðherra sagði í gær að hann væri sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að reglugerðarbreyting komi ekki til greina fyrir fjölskylduna. Fjölskyldumóðirin grátbiður dómsmálaráðherra um að sýna börnunum miskunn. „Ég er að tala til þín, fyrir hönd barna minna, sem fara á götuna ef þetta verður að veruleika. Ekki hunsa okkur,“ segir móðirin Doaa Mohamed Eldeib. Börnin óttast mjög að fara til Egyptalands. „Ég er hrædd um að löggan geri eitthvað við pabba eða mömmu. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Rewida Ibrahim Kedr, dóttir hjónanna. „Í Egyptalandi á fólk ekki fyrir mat og hefur ekki hús. Við viljum ekki fara til Egyptalands,“ segir sonur hjónanna Abdalla Ibrahim Khedr.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira