Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun yfirvalda um að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira