Meistararnir keppa um Ofurbikarinn við risana frá Barcelona og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 15:30 Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí. Mynd/Baskonia Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Spænski körfuboltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira