Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 18:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira