Húsasmiðjunni gert að hætta notkun fingrafaraskanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:39 Persónuvernd taldi að mörg úrræði stæðu rekstraraðilum til boða sem ekki byggi á viðkvæmum persónuuplýsingum starfsfólks. Vísir/Vilhelm Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd Verslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum.
Persónuvernd Verslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira