Húsasmiðjunni gert að hætta notkun fingrafaraskanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:39 Persónuvernd taldi að mörg úrræði stæðu rekstraraðilum til boða sem ekki byggi á viðkvæmum persónuuplýsingum starfsfólks. Vísir/Vilhelm Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum. Persónuvernd Verslun Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd hefur því gefið út fyrirmæli um að Húsasmiðjan hætti notkun skannans og eyði lífkennaupplýsingum starfsmanna sinna. Í júní á síðasta ári sendi lögmaður Húsasmiðjunnar Persónuvernd erindi þar sem tilkynnt var um að fyrirtækið hefði tekið í notkun áðurnefndan fingrafaraskanna. Þá var óskað eftir áliti Persónuverndar á því hvort notkun skannans samrýmdist persónuverndarlögum. Með erindinu fylgdi tilkynning Húsasmiðjunnar til starfsmanna um að skanninn yrði tekinn í gagnið. Í ákvörðun Persónuverndar segir að í tilkynningu til starfsmanna hafi sagt að tilgangur uppsetningar skannans hafi verið inn- og útskráning starfsmanna í og úr vinnu, og að tryggja betur hagsmuni starfsfólks. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða hagsmunir það væru sem notkun skannans kæmi til með að tryggja. Persónuvernd hefur þá upplýsingar frá umboðsaðila um að skanninn taki mynd af fingrafari notanda. Það teljist til vinnslu með lífkennaupplýsingar, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Persónuvernd áréttar að notkun lífkennaupplýsinga til að persónugreina einstakling með einkvæmum hætti eru almennt settar mjög þröngar skorður. Kemur hún einkum til greina þar sem önnur vægari úrræði duga ekki og gæti átt við þegar vinnslan er ætluð til aðgangsstýringar tiltekinna svæða á vinnustað vegna sérstakra öryggissjónarmiða svo sem vegna meðferðar matvæla eða hættulegra efna,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Þá segir í ákvörðuninni að ætla megi að rekstraraðilum bjóðist fjölmörg úrræði til inn- og útskráningar starfsmanna í launakerfi sitt sem ekki byggi á lífkennum eða öðrum viðkvæmum persónuupplýsingum.
Persónuvernd Verslun Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira