„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2020 20:29 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira