Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 19:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira