Íbúar í Urriðaholti þurfa að panta strætó utan annatíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 21:47 Reiknað er með allt að 4.500 íbúum í Urriðaholti í Garðabæ þegar hverfið verður fullbyggt. Strætósamgöngur þar verða sambærilegar við Álftanes, Kjalarnes og Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22. Strætó Garðabær Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ný strætóleið sem verður tekin í notkun fyrir Urriðaholt í Garðabæ á sunnudag verður ein fjögurra leiða á höfuðborgarsvæðinu sem verður aðeins ekin í pöntunarþjónustu á vissum tímum. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu sem er enn í byggingu. Leið 22 á milli Urriðaholts og Ásgarðs í Garðabæ verður tekin í notkun sunnudaginn 6. september. Í tilkynningu frá Strætó segir að leiðin sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem að átján manna smárúta ekur leiðina í stað hefðbundinna strætisvagna á annatímum á virkum dögum. Fjórar biðstöðvar verða á leiðinni, við Náttúrufræðistofnun Íslands, Holtsveg, Urriðaholtsskóla og Urriðaholtsstræti. Þá verður nýja leið aðeins í svonefndri pöntunarþjónustu utan annatíma á virkum dögum og um helgar. Það þýðir að farþegar þurfa að hringja í leigubílastöðina Hreyfil og panta ferð með að minnsta kosti þrjátíu mínútum fyrir brottför samkvæmt tímatöflu leiðarinnar. Farþegar greiða fyrir farið með strætókorti, appi eða skiptimiða. Í tilkynningunni frá Strætó kemur fram að í skipulagi Urriðaholts sé gert ráð fyrir að Strætó aki hring um hverfið og það hafi verið til skoðunar um tíma með hvaða hætti best væri að útfæra þjónustu almenningssamgangna þar. Gert er ráð fyrir allt að 4.500 íbúum í hverfinu þegar það verður fullbyggt. Leiðin um Urriðaholt verður fjórða leiðin á höfuðborgarsvæðinu sem er að hluta til í pöntunarþjónustu. Fyrir eru leiðir 23, 27 og 29 að hluta til eða að öllu leyti í pöntunarþjónustu en þær fara um Álftanes, Mosfellsdal og Kjalarnes. Hér má sjá kort af nýrri leið 22.
Strætó Garðabær Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira