Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 16:56 Frá heimili Hagen-hjónanna skömmu eftir að hann var handtekinn í lok apríl. Lögregla hefur haft mikla viðveru í húsinu síðan þá. Vísir/EPA Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig um það hvað verið að rannsaka á heimilinu nú en um mánuður er síðan lögreglumenn voru síðast í húsinu. Lögregla telur að hús hjónanna við Sloraveien sé vettvangur morðsins á Anne-Elisabeth en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018. Tom Hagen er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann hefur verið laus úr haldi síðan í maí og neitar sök. Lögregla hefur haft mikla viðveru á heimilinu síðan Anne-Elisabeth hvarf, einkum strax eftir að Tom var handtekinn í lok apríl. Lögregla óskaði síðast eftir því í ágúst að fá að hafa húsið til umráða í þrjá mánuði. Dómari úrskurðaði hins vegar að lögregla mætti aðeins hafa húsið í mánuð, eða fram til 21. september næstkomandi. Ekki hefur sést til lögreglu við húsið eftir að beiðnin var lögð fram fyrr en nú. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir að húsinu snemma í morgun en yfirgáfu svæðið um klukkan hálf tvö síðdegis að norskum tíma. Ekkert hefur fengist gefið upp um ástæður rannsóknarinnar nú og vísar lögregla til rannsóknarhagsmuna í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Anne-Elisabeth var heima hjá sér að Sloraveien þegar hún var numin á brott eða myrt, ef marka má þau gögn sem fram hafa komið í málinu. Þannig var hún í húsinu þegar hún ræddi við son sinn í síma að morgni 31. október 2018. Enginn hefur séð eða heyrt Anne-Elisabeth á lífi síðan. Húsið hefur verið skráð alfarið á nafn Toms Hagen síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tom lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hefði orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimilinu á sínum tíma og því fengið kaupmála þeirra hjóna breytt á umræddan hátt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44