Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru mættar á æfingu í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Juanma Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn. Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lyon. Á sunnudaginn varð liðið Evrópumeistari fimmta árið í röð og í dag byrjaði liðið aftur að æfa. Vegna kórónuveirufaraldursins lauk tímabilinu 2019-20 hjá Lyon ekki fyrr en á sunnudaginn, 30. ágúst. Næsta tímabil er handan við hornið en fyrsti leikur Lyon í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Paris FC á sunnudaginn, viku eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Lyon sigraði Wolfsburg, 3-1. Sara skoraði þriðja mark Lyon. Leikmenn Lyon fengu því ekki langt frí eftir að hafa landað Evrópumeistaratitlinum og hófu æfingar á ný í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Nos championnes à l entraînement pic.twitter.com/yI17YjMI55— CHAMP7ONNES (@OLfeminin) September 3, 2020 Lyon leggur þar lokahönd á undirbúninginn fyrir næsta tímabil en hann hófst fyrr í sumar. Lyon fór þá m.a. í æfingaferð til Póllands þar sem Sara spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið. Keppni í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili var blásin af eftir sextán umferðir og Lyon krýnt meistari. Liðið hefur unnið frönsku deildina fjórtán ár í röð. Lyon vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum á síðasta tímabili og gerði tvö jafntefli. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í frönsku úrvalsdeildinni í vetur; Söru og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem hefur samið við nýliða Le Havre. Hún fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Fyrsti leikur Le Havre er gegn Issy á útivelli á laugardaginn.
Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira