Hafþór Júlíus lofar því að láta nettröllin líta illa út í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður eins og sést á þessari mynd af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube
Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sjá meira