Eiginkonan hjálpaði henni að slá WNBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:00 Courtney Vandersloot er öflugur leikstjórnandi og spilar með Chicago Sky í WNBA-deildinni í körfubolta. Getty/Julio Aguilar Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT
NBA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum