„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 14:30 Berglind Björg er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. vísir/bára Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk. Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk.
Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira