Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir faðmar Pernille Harder um leið og Wolfsburg leikmenninrir ganga framhjá. Getty/Sergio Perez Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira