Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 08:44 Þessi mynd er frá því í sumar og sýnir bílalest indverska hersins flytja hermenn að landamærum Indlands og Kína. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní. Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Yfirvöld á Indlandi segja hermenn landsins hafa stöðvað „storkandi“ hernaðarhreyfingar Kínverja í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Hershöfðingjar beggja ríkja komu saman á landamærunum í nótt eftir umfangsmiklar og mannskæðar deilur síðustu mánaða. Í yfirlýsingu frá Varnarmálráðuneyti Indlands, sem AP vitnar í, segir að hermenn Kína hafi um helgina brotið gegn þeim samkomulögum sem ríkin hafi áður komið að og breyta stöðunni á svæðinu. Þar segir enn fremur að indverskir hermenn hafi styrkt stöður sínar og komið í veg fyrir aðgerðir Kínverja. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Í júní féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum við kínverska hermenn þar sem frumstæðum bareflum var beitt. Kínverjar hafa ekki gefið upp upplýsingar um mannfall í átökunum en Indverjar sögðust sannfærðir um að minnst 43 kínverskir hermenn hefðu fallið eða særst alvarlega. Þetta var í fyrsta sinn sem mannfall var á landamærunum í 45 ár. Í frétt Times of India segir að aftur hafi komið til átaka milli hermanna en upplýsingar um mögulegt mannfall liggi ekki fyrir. Þar segir einnig að Kínverjar hafi neitað að yfirgefa um átta kílómetra langt svæði sem þeir hafi hernumið og byggt þar upp varnir, vegi, brýr og þyrlupalla. Bæði ríkin saka hitt um hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Viðræður hafa ekki skilað árangri í deilunni. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Þessi átök sem Indverjar vísa í áttu sér stað við vatnið, eins og átökin í júní.
Indland Kína Tengdar fréttir Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48 Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. 20. júní 2020 13:48
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57