Gætu fengið 40 milljónir króna fyrir kórónu Biggie Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:37 Biggie Smalls var skotinn til bana 9. mars árið 1997, tæplega 25 ára gamall. Þremur dögum áður hafði hann borið kórónuna við myndatöku. Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira