„Núna er þetta fullkomið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 13:00 Ása og Hörður eignuðust barn í sumar eftir langa bið. Mynd/Ísland í dag Þegar Ísland í dag hitti Ásu Huldu Oddsdóttur og Hörð Þór Jóhannsson fyrir rúmu ári, voru þau glíma við ófrjósemi. Þau þráðu ekkert heitar en að eignast barn og nú rúmu ári seinna hefur draumur þeirra loksins ræst. Ísland í dag heimsótti þau aftur og fékk að heyra hvernig síðustu mánuðir hafa verið en innslagið í heild sinni má finna hér neðar í fréttinni. Ása og Hörður kynntust fyrst í menntaskóla, fóru svo bæði í háskólanám, fjárfestu í draumaíbúðinni og giftu sig. Allt gekk vel en Ása og Hörður höfðu reynt í nokkur ár að eignast barn án árangurs. Kom í ljós að hún var með bæði endómetríósu og PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og fór því í lyfjagjöf. Þau voru einnig byrjuð að íhuga tæknifrjóvgun og ættleiðingu. Ása þurfti að fara í aðgerð til þess að láta laga blæðingar og fjarlægja samgróninga vegna endómetríósu.Mynd úr einkasafni Erfitt að lýsa hamingjunni Fyrir rúmu ári áttu þau erfitt með að fara í barnaafmæli og sjá barnamyndir á samfélagsmiðlum, það var einfaldlega of sárt. Óteljandi neikvæð óléttupróf og stöðug vonbrigði höfðu áhrif, auk verkjanna sem fylgdu endómetríósunni. „Þetta er erfitt. Bæði allar aukaverkanir líkamlega, ég er með rosalega mikla ógleði, magaverkir og krampar. Ég er alltaf þreytt og svo er það andlegi parturinn líka. Hann er eiginlega erfiðari,“ sagði Ása í viðtalinu fyrir ári. Þau reyndu að vera bjartsýn en óttuðust samt á sama tíma að fá aldrei tækifærið til þess að verða foreldrar. „Hræðslan er hvort þetta muni aldrei virka hjá okkur. Sama hvað við reynum, hvort þetta muni aldrei heppnast.“ En nú er staðan gjörbreytt. „Öll þessi þrjóska, fjöldinn allur af mismunandi hormóna töflum, aukaverkanir og vanlíðanin sem fylgdi öllu þessu ferli skilaði sér að lokum. Ég get ekki lýst því hversu hamingjusöm við vorum þegar við sáum loksins fyrsta jákvæða þungunarprófið í október 2019, eftir allan þennan fjölda af neikvæðum prófum og gráti,“ skrifaði Ása á Instagram þegar hún tilkynnti þessar gleðifréttir. Hamingjusamir verðandi foreldrarMynd úr einkasafni Gerði þau sterkari Hjónin eignuðust litla stúlku fyrir rúmum mánuði síðan. Hún hefur fengið nafnið Hugrún Lea. „Við erum mjög hamingjusöm og það gengur ótrúlega vel hjá okkur.“ „Ég er farinn að læka myndir af börnum á Instagram aftur, þannig að þetta er allt að gerast,“ bætir Hörður þá við. Ása varð ófrísk á meðan þau voru á bið eftir tæknifrjóvgun hjá Livio. Þegar þau fengu símtalið að komið væri að þeim, var hún nú þegar orðin ófrísk með aðstoð hormónalyfja. View this post on Instagram Augnablikið þegar ég fékk að sjá þig í fyrsta skiptið Það er ekkert sem getur toppað þessa tilfinningu og þessa ást! . . . #newborn #endometriosis #endowarrior #pcos #babygirl #infertility A post shared by A SA HULDA (@asahulda) on Jul 28, 2020 at 3:49am PDT „Við vorum mjög hissa,“ viðurkennir Ása, en parið óttaðist þó að missa, eftir alla erfiðleikana sem á undan höfðu gengið. „Þetta er búið að vera erfitt, þannig að maður heldur aftur að sér,“ segir Hörður um byrjun meðgöngunnar. Allt gekk þó vel og .að sem gerði ferlið ennþá einstakara, var að systir Ásu var ófrísk á sama tíma og eignuðust þær báðar stúlku með þriggja daga millibili. Ása og Hörður dást að litlu stúlkunni sem þau biðu svo lengi eftir.Mynd/Ísland í dag „Núna er þetta fullkomið,“ segir Ása. „Ég held að þetta hafi bæði gert okkar samband miklu sterkara og ég held að við elskum hana bara þeim mun meira af því að þetta var löng bið, hún er dásamleg,“ segir Hörður. Þau gefa fólki í sömu stöðu og þau voru sjálf í fyrir ári, þau ráð að halda í vonina. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Frjósemi Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Þegar Ísland í dag hitti Ásu Huldu Oddsdóttur og Hörð Þór Jóhannsson fyrir rúmu ári, voru þau glíma við ófrjósemi. Þau þráðu ekkert heitar en að eignast barn og nú rúmu ári seinna hefur draumur þeirra loksins ræst. Ísland í dag heimsótti þau aftur og fékk að heyra hvernig síðustu mánuðir hafa verið en innslagið í heild sinni má finna hér neðar í fréttinni. Ása og Hörður kynntust fyrst í menntaskóla, fóru svo bæði í háskólanám, fjárfestu í draumaíbúðinni og giftu sig. Allt gekk vel en Ása og Hörður höfðu reynt í nokkur ár að eignast barn án árangurs. Kom í ljós að hún var með bæði endómetríósu og PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og fór því í lyfjagjöf. Þau voru einnig byrjuð að íhuga tæknifrjóvgun og ættleiðingu. Ása þurfti að fara í aðgerð til þess að láta laga blæðingar og fjarlægja samgróninga vegna endómetríósu.Mynd úr einkasafni Erfitt að lýsa hamingjunni Fyrir rúmu ári áttu þau erfitt með að fara í barnaafmæli og sjá barnamyndir á samfélagsmiðlum, það var einfaldlega of sárt. Óteljandi neikvæð óléttupróf og stöðug vonbrigði höfðu áhrif, auk verkjanna sem fylgdu endómetríósunni. „Þetta er erfitt. Bæði allar aukaverkanir líkamlega, ég er með rosalega mikla ógleði, magaverkir og krampar. Ég er alltaf þreytt og svo er það andlegi parturinn líka. Hann er eiginlega erfiðari,“ sagði Ása í viðtalinu fyrir ári. Þau reyndu að vera bjartsýn en óttuðust samt á sama tíma að fá aldrei tækifærið til þess að verða foreldrar. „Hræðslan er hvort þetta muni aldrei virka hjá okkur. Sama hvað við reynum, hvort þetta muni aldrei heppnast.“ En nú er staðan gjörbreytt. „Öll þessi þrjóska, fjöldinn allur af mismunandi hormóna töflum, aukaverkanir og vanlíðanin sem fylgdi öllu þessu ferli skilaði sér að lokum. Ég get ekki lýst því hversu hamingjusöm við vorum þegar við sáum loksins fyrsta jákvæða þungunarprófið í október 2019, eftir allan þennan fjölda af neikvæðum prófum og gráti,“ skrifaði Ása á Instagram þegar hún tilkynnti þessar gleðifréttir. Hamingjusamir verðandi foreldrarMynd úr einkasafni Gerði þau sterkari Hjónin eignuðust litla stúlku fyrir rúmum mánuði síðan. Hún hefur fengið nafnið Hugrún Lea. „Við erum mjög hamingjusöm og það gengur ótrúlega vel hjá okkur.“ „Ég er farinn að læka myndir af börnum á Instagram aftur, þannig að þetta er allt að gerast,“ bætir Hörður þá við. Ása varð ófrísk á meðan þau voru á bið eftir tæknifrjóvgun hjá Livio. Þegar þau fengu símtalið að komið væri að þeim, var hún nú þegar orðin ófrísk með aðstoð hormónalyfja. View this post on Instagram Augnablikið þegar ég fékk að sjá þig í fyrsta skiptið Það er ekkert sem getur toppað þessa tilfinningu og þessa ást! . . . #newborn #endometriosis #endowarrior #pcos #babygirl #infertility A post shared by A SA HULDA (@asahulda) on Jul 28, 2020 at 3:49am PDT „Við vorum mjög hissa,“ viðurkennir Ása, en parið óttaðist þó að missa, eftir alla erfiðleikana sem á undan höfðu gengið. „Þetta er búið að vera erfitt, þannig að maður heldur aftur að sér,“ segir Hörður um byrjun meðgöngunnar. Allt gekk þó vel og .að sem gerði ferlið ennþá einstakara, var að systir Ásu var ófrísk á sama tíma og eignuðust þær báðar stúlku með þriggja daga millibili. Ása og Hörður dást að litlu stúlkunni sem þau biðu svo lengi eftir.Mynd/Ísland í dag „Núna er þetta fullkomið,“ segir Ása. „Ég held að þetta hafi bæði gert okkar samband miklu sterkara og ég held að við elskum hana bara þeim mun meira af því að þetta var löng bið, hún er dásamleg,“ segir Hörður. Þau gefa fólki í sömu stöðu og þau voru sjálf í fyrir ári, þau ráð að halda í vonina. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Frjósemi Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 „Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, 25. ágúst 2020 10:41
Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00
„Maður er að missa von og drauma“ Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hefur síðustu þrjú ár reynt að eignast barn án árangurs og segir að ferlið hafi kennt sér mikið æðruleysi. 8. september 2019 07:00