Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2020 19:13 Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi. Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi.
Húðflúr Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira