Banega við Conte: „Sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 23:00 Conte fékk gult eftir viðskipti sín við Banega. Vísir/AP Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55