Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 14:41 Katrín Jakobsdóttir mun þurfa í tvöfalda skimun og smitgát eftir kvöldverð með ríkisstjórninni á Hótel Rangá. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27