Hlaupa Setbergshringinn í minningu Úlfars Daníelssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:08 Leifur Garðarson skólastjóri er á meðal þeirra sem hlaupa í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira