Samherjar með flestar sendingar í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 15:30 Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni. Vísir/Bára Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22 Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira