Daníel: Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. mars 2020 21:32 Daníel á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel Grindavík vann í kvöld stórsigur á Val á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn, “ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva í að stjórna leiknum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Grindavík vann í kvöld stórsigur á Val á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn, “ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva í að stjórna leiknum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00