Nú er mikilvægt að tala skýrt Þórir Guðmundsson skrifar 2. mars 2020 10:30 Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn. Þetta er það sem við, almenningur, getum raunhæfast gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist hér út líkt og hún hefur gert annars staðar. Við þurfum líka að takmarka mjög fjöldasamkomur þar sem mannmergð eykur líkur á smiti. Nú þegar er verið að aflýsa íþróttaleikjum víða um heim eða huga þannig að framkvæmd þeirra að ólíklegra sé að veiran geti borist milli fólks. Sérfræðingar segja ólíklegt að veiran dreifist með handabandi þó að það geti gerst. Það er snerting við sýktan hlut sem þarf að forðast og það getur eins verið hönd og handrið. Við þurfum því ekki nauðsynlega að hætta að takast í hendur – en ættum samt að sótthreinsa hendurnar reglulega. Einn stjórnmálamaður hefur lagt til að yfirvöld loki landamærunum til að koma í veg fyrir smit hingað til lands. Sem fyrstu viðbrögð þá er hugsunin um að einangra þessa fjarlægu eyju frá umheiminum alveg skiljanleg. Sem aðgerð þá gengur hún samt ekki upp. Í nútíma samfélagi þurfum við að sætta okkur við að landamærum verður ekki lokað. Yfirvöld eru sem betur fer farin að sýna miklu meiri alvöru í því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Vikurnar eftir að veiran kom upp í Wuhan í Kína voru viðbrögð stjórnvalda hér á landi fálmkennd og ráðleggingar illa rökstuddar. Það voru stjórnvöld í Pekíng sem tóku mikilvægustu ákvörðunina til að hindra útbreiðslu veikinnar með því að stöðva hópferðir frá Kína, meðal annars til Íslands. Sömuleiðis voru viðbrögð yfirvalda hér á landi við útbreiðslu veirunnar á Norður-Ítalíu og á Kanaríeyjum – tveimur vinsælum áfangastöðum Íslendinga að veturlagi – undarlega óskýr og ráðleggingar óraunsæar. Dögum saman var engin leið að átta sig á leiðbeiningum sóttvarnalæknis til fólks sem fór á skíði á Ítalíu. Mátti það fara heim í gegnum flugvöllinn í Verona, sem er á skilgreindu hættusvæði? Kórónuveiran er komin til Íslands. Stjórnvöld þurfa að tala skýrt til almennings og koma með raunhæfar ráðleggingar.Unsplash/CDC Vanmáttug viðbrögð um tíma má að einhverju leyti rekja til fámennis í veikburða stjórnsýslu, þar sem álag á starfsfólki er allt of mikið þegar ástand er eðlilegt og yfirgengilegt þegar þarf að bregðast við einhverju óvenjulegu. Þegar kórónufárið barst á borð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra bættist það við snjóflóð, hamfaraveður og jarðhræringar sem fámenn deild þurfti að fást við. Sem betur fer virðist upplýsingagjöf vera að breytast til batnaðar. Víðir Reynisson fyrrverandi yfirmaður almannavarna hefur veitt upplýsingafundum um kórónuveiruna þarfa forystu, meðal annars með því að gangast við mistökum sem gerð voru eftir greiningu á fyrsta tilfelli Covid-19 sjúkdómsins hér á landi. Þess háttar hreinskilni eykur traust. Til að sjá hvað léleg upplýsingagjöf til almennings getur valdið miklum skaða þarf ekki annað en líta til Bandaríkjanna. Þar hefur forseti landsins leitt vandræðagang og feluleik, meðal annars með því að reyna að klína vandanum einhvern vegin á pólitíska andstæðinga sína. Góður vilji er ekki vandamál hér á landi. Leigan á Hóteli Lind undir erlenda ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví er afar traustvekjandi skref. Það eru nær daglegir blaðamannafundir líka. Nú þarf að leggja áherslu á skýrar upplýsingar og raunhæfar ráðleggingar til almennings. Ef ráðlegging til fjölskyldu sem hefur bókað fokdýra skíðaferð til Norður-Ítalíu er að fara ekki, þá þarf að segja það hreint út; ekki láta duga að hvetja til að sleppa „ónauðsynlegum“ ferðum. Ef slík ferðalög eru raunveruleg ógn við heilsu almennings á Íslandi þá á að koma í veg fyrir þau, þó að það kunni að skapa stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Kórónuveiran mun vafalítið halda áfram að spretta upp og valda stórskaða hingað og þangað um heiminn á næstu vikum og mánuðum. Smitum hér á landi mun vafalítið fjölga. Stjórnvöld sem bregðast við af afli, einbeitingu og kröftugu samtali við almenning geta forðað því að allt fari á versta veg. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þórir Guðmundsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn. Þetta er það sem við, almenningur, getum raunhæfast gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist hér út líkt og hún hefur gert annars staðar. Við þurfum líka að takmarka mjög fjöldasamkomur þar sem mannmergð eykur líkur á smiti. Nú þegar er verið að aflýsa íþróttaleikjum víða um heim eða huga þannig að framkvæmd þeirra að ólíklegra sé að veiran geti borist milli fólks. Sérfræðingar segja ólíklegt að veiran dreifist með handabandi þó að það geti gerst. Það er snerting við sýktan hlut sem þarf að forðast og það getur eins verið hönd og handrið. Við þurfum því ekki nauðsynlega að hætta að takast í hendur – en ættum samt að sótthreinsa hendurnar reglulega. Einn stjórnmálamaður hefur lagt til að yfirvöld loki landamærunum til að koma í veg fyrir smit hingað til lands. Sem fyrstu viðbrögð þá er hugsunin um að einangra þessa fjarlægu eyju frá umheiminum alveg skiljanleg. Sem aðgerð þá gengur hún samt ekki upp. Í nútíma samfélagi þurfum við að sætta okkur við að landamærum verður ekki lokað. Yfirvöld eru sem betur fer farin að sýna miklu meiri alvöru í því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Vikurnar eftir að veiran kom upp í Wuhan í Kína voru viðbrögð stjórnvalda hér á landi fálmkennd og ráðleggingar illa rökstuddar. Það voru stjórnvöld í Pekíng sem tóku mikilvægustu ákvörðunina til að hindra útbreiðslu veikinnar með því að stöðva hópferðir frá Kína, meðal annars til Íslands. Sömuleiðis voru viðbrögð yfirvalda hér á landi við útbreiðslu veirunnar á Norður-Ítalíu og á Kanaríeyjum – tveimur vinsælum áfangastöðum Íslendinga að veturlagi – undarlega óskýr og ráðleggingar óraunsæar. Dögum saman var engin leið að átta sig á leiðbeiningum sóttvarnalæknis til fólks sem fór á skíði á Ítalíu. Mátti það fara heim í gegnum flugvöllinn í Verona, sem er á skilgreindu hættusvæði? Kórónuveiran er komin til Íslands. Stjórnvöld þurfa að tala skýrt til almennings og koma með raunhæfar ráðleggingar.Unsplash/CDC Vanmáttug viðbrögð um tíma má að einhverju leyti rekja til fámennis í veikburða stjórnsýslu, þar sem álag á starfsfólki er allt of mikið þegar ástand er eðlilegt og yfirgengilegt þegar þarf að bregðast við einhverju óvenjulegu. Þegar kórónufárið barst á borð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra bættist það við snjóflóð, hamfaraveður og jarðhræringar sem fámenn deild þurfti að fást við. Sem betur fer virðist upplýsingagjöf vera að breytast til batnaðar. Víðir Reynisson fyrrverandi yfirmaður almannavarna hefur veitt upplýsingafundum um kórónuveiruna þarfa forystu, meðal annars með því að gangast við mistökum sem gerð voru eftir greiningu á fyrsta tilfelli Covid-19 sjúkdómsins hér á landi. Þess háttar hreinskilni eykur traust. Til að sjá hvað léleg upplýsingagjöf til almennings getur valdið miklum skaða þarf ekki annað en líta til Bandaríkjanna. Þar hefur forseti landsins leitt vandræðagang og feluleik, meðal annars með því að reyna að klína vandanum einhvern vegin á pólitíska andstæðinga sína. Góður vilji er ekki vandamál hér á landi. Leigan á Hóteli Lind undir erlenda ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví er afar traustvekjandi skref. Það eru nær daglegir blaðamannafundir líka. Nú þarf að leggja áherslu á skýrar upplýsingar og raunhæfar ráðleggingar til almennings. Ef ráðlegging til fjölskyldu sem hefur bókað fokdýra skíðaferð til Norður-Ítalíu er að fara ekki, þá þarf að segja það hreint út; ekki láta duga að hvetja til að sleppa „ónauðsynlegum“ ferðum. Ef slík ferðalög eru raunveruleg ógn við heilsu almennings á Íslandi þá á að koma í veg fyrir þau, þó að það kunni að skapa stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Kórónuveiran mun vafalítið halda áfram að spretta upp og valda stórskaða hingað og þangað um heiminn á næstu vikum og mánuðum. Smitum hér á landi mun vafalítið fjölga. Stjórnvöld sem bregðast við af afli, einbeitingu og kröftugu samtali við almenning geta forðað því að allt fari á versta veg. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun