Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:00 Frank Lampard og Jürgen Klopp léttir á því á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. Getty/Matthew Ashton Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira