Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 21:18 Óvissa ríkti um þátttöku Cristiano Ronaldo í leiknum annað kvöld, vegna veikinda móður hans, en nú hefur leiknum verið frestað. vísir/getty Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30