Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:26 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira