Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 10:54 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna. Vísir/Vilhelm Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira