LeBron James mun neita að spila ef áhorfendur fá ekki að mæta á NBA leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 22:45 LeBron James og Rajon Rondo eftir leikinn á móti Clippers í nótt. Getty/ Harry How Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins