Vill losna undan stjórn föður síns Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:51 Söngkonan Britney Spears var ein stærsta stjarna tónlistarheimsins í kringum aldamótin. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira