Dramatísk frásögn Chris Pratt úr Íslandsreisu virðist úr lausu lofti gripin Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 09:02 Chris Pratt dvaldi á Íslandi við tökur á kvikmyndinn The Tomorrow War í fyrra og virðist hafa fengið nokkuð óáreiðanlegar upplýsingar um tökustaðinn. Vísir/Getty Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist. Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi kannast ekki við fullyrðingar bandaríska Hollywoodleikarans Chris Pratt um að lík karls og konu hafi fundist í jökulsprungu á Íslandi rétt áður en hann kom hingað til lands í fyrra. Pratt sagði söguna í þætti spjallþáttadrottningarinnar Ellen DeGeneres í vikunni. Pratt var hér á landi í nóvember í fyrra við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann greindi skilmerkilega frá Íslandsförinni á samfélagsmiðlum og miðað við færslur hans þar virtist hann vera staddur í Jöklaseli við Skálafellsjökull. Fullkomlega varðveittir elskendur ofan í holu Íslandsför Pratts bar á góma í spjallþætti Ellen DeGeneres nú í vikunni. Brot úr viðtalinu birtist á YouTube í gær en þar segir Pratt dramatíska sögu frá tökustað á íslenskum jökli, sem þó er ekki nafngreindur í viðtalinu. Pratt byrjar á því að lýsa því að aðstæður til kvikmyndaframleiðslu hafi verið erfiðar á jöklinum, sérstaklega að vetri til „þegar dagurinn er fjórar klukkustundir.“ Sjá einnig: Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli „En þegar við komum upp á jökulinn var nýbúið að finna, og þetta er klikkað, […] par í jökulsprungu. Þau höfðu fallið í hana og verið ofan í henni í rúm áttatíu ár. Og því miður höfðu þau það ekki af. Og þau voru fullkomlega varðveitt í fjallgönguklæðnaði sínum,“ sagði Pratt. „Þau voru með búnað sinn, vistir, bréf. Þau voru elskendur og duttu ofan í holu og týndust. Og það var nýbúið að finna þau.“ DeGeneres virtist þykja mikið til frásagnarinnar koma, sagði hana „klikkaða“, og Pratt svaraði því til að sem betur fer hefði enginn úr tökuliði hans fallið ofan í sprungu. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Engin sambærileg mál í umdæminu Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, kannast ekki við að mál af því tagi sem Pratt lýsti í þætti Ellenar hafi komið inn á borð lögreglu, hvorki á Skálafellsjökli né annars staðar í umdæminu. Frásögn Pratts virðist því úr lausu lofti gripin. Sambærileg mál hafa þó komið upp á erlendri grundu. Lík svissneskra hjóna fundust á jökli í Sviss sumarið 2017. Hjónin hurfu á jöklinum árið 1942 og höfðu því verið týnd í 75 ár. Þá hafa ferðalangar einnig týnst á íslenskum jöklum, þó að ekkert málanna komi heim og saman við frásögn Pratts. Tveir breskir háskólanemar týndust á Skaftafellsjökli árið 1953 en fundust ekki þrátt fyrir leit. Leifar af búnaði þeirra fundust á jöklinum sumarið 2006. Tveir þýskir ferðamenn hurfu á göngu á Svínafellsjökli í ágúst 2007. Leit að þeim var formlega hætt í lok sama mánaðar. Þremur árum síðar fannst klifurlína á fáfarinni leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúk, og upp komu vangaveltur um að hún kynni að vera eftir þýsku ferðamennina tvo. Þeir hafa þó aldrei fundist.
Bíó og sjónvarp Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Tengdar fréttir Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30 Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22 Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Chris Pratt á Skálafellsjökli Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram. 14. nóvember 2019 12:30
Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Um er að ræða mynd þar sem mannfólkið á í blóðugu stríði við innrásarher utan úr geimnum. 20. ágúst 2019 22:22
Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi. 20. nóvember 2019 13:30