Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 23:30 Martin og Braithwaite og Anne-Laure Louis eiginkona hans voru glaðbeitt á Camp Nou í dag. vísir/getty „Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
„Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45