Afhentu undirskriftalista vegna transteymis BUGL Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:34 Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Nadine Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL, hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag. Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. 23. febrúar 2020 15:00
Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30