Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:31 Eliza og Guðni halda til Póllands á mánudag. Getty Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira