Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 15:25 Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14